Asako Ichihashi, listdanskennari hefur umsjón með hreyfingu og tónlistarstundum. Foreldar og aðrir sem hafa áhuga á hreyfingu og tónlistarstarfi eru alltaf velkominir í leikskólann. Best er að hafa samband við Asako í síma 441-6200 eða senda henni tölvupóst á asako@kopavogur.is

Hreyfing

Meginmarkmið hreyfitíma er að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli. Markviss hreyfing er aðra hverja viku í 40-50 mínútur í senn. Hreyfing fer fram í hreyfisal og í útiveru. Með hreyfingu er lögð áhersla á að þekkja, skynja og þjálfa líkamann, dansa við tónlist og tjá sig á ýmsan hátt, einn eða í hóp. Í maí bjóða börnin foreldrum sínum í leikskólann, á foreldradaga. Þar fá foreldrar að fylgjast með börnum sínum í hreyfingu og tónlist.

Tónlist

Meginmarkmið tónlistar eru að börnin fái tækifæri að iðka og njóta hennar. Markviss tónlist er einu sinni í viku í 30-50 mínútur í senn. Tónlistin fer fram í Tónaseli eða í heimastofum barnanna. Börnin læra t.d. að syngja saman, hlusta og spila á hljóðfæri. Elstu börnin læra á blokkflautu eftir áramót.

Farið er í vettvangsferðir tengdar tónlist, t.d. á tónleika sem börnunum er boðið á en einnig fara þau og syngja t.d. á dvalarheimilum fyrir aldraða.