SAMLEIK

Þann 1. mars 2011 voru samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi (SAMLEIK) stofnuð á stofnfundi í Kópavogsskóla við Digranesveg. Markmið samtakanna eru meðal annars að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska, efla fræðslu, stuðla að auknum samskiptium foreldra og skóla og vera vettvangur foreldra til að koma saman.

Um hríð lágu samtökin í dvala en þann 9. apríl 2019 var ákveðið að endurvekja samtökin. Stjórn Samleik kosin á aðalfundi 2022 er:

Baldur Þorleifur Sigurlaugsson

Karen Rúnarsdóttir

Sif Steingrímsdóttir

Yrsa Úlfarsdóttir

Samtökin eru með fésbókarsíðu, þar sem hægt er að koma að opinni umræðu um málefni leikskólans í Kópavogi. Jafnframt eru settar þar fundargerðir stjórnarinnar, bréfaskipti og aðrar upplýsingar sem varða foreldra leikskólabarna í Kópavogi.