Foreldrafélag Fögrubrekku

 

Foreldrafélag Fögrubrekku er virkt félag. Landssamtök foreldrafélaga styðja við bakið á foreldrafélögum og veita ýmsar upplýsingar. Lög foreldrafélagsins eru í möppu félagsins sem geymd eru í leikskólanum og öllum frjáls.

Meginmarkmið félagsins er að styðja og styrkja það uppeldisstarf sem unnið er í leikskólanum. Foreldrar greiða ákveðna upphæð í sérstakan sjóð sem notaður er til að auðga skólastarfið t.d. með ferðum, gjöfum til leikskólans og barnanna og leiksýningum. Stjórn félagsins leggur til á aðalfundi félagsins hver upphæðin á að vera og ber það undir samþykki. Upphæðin er innheimt með gíróseðli tvisvar á ári

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti.

Fundargerð aðalfundar foreldrafélagsins haustið 2021.

 

Stjórn Foreldrafélags Fögrubrekku 2023-2024

Svanhvít Ljósbjörg Gígja formaður

Tryggvi Níelsson varaformaður

Kristín Björg B Þórsteinsdóttir gjaldkeri

Ingibjörg Ásta Claessen meðstjórnandi

Gunnar Hákon Karlsson meðstjórnandi

Helgi Möller varamaður

Starfsreglur foreldrafélagsins

 

Hér að neðan eru drög að lögum félagsins sem byggð eru á almennri töllögu Foreldrasamtakanna.

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Leikskólans Fögrubrekku og er opið foreldrum og forráðamönnum barna í leikskólanum Fögrubrekku. Félagið er einnig opið starfsfólki leikskólans.

2. gr. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum Fögrubrekku.

3. gr. Leiðir að markmiðu skal félagið móta á aðal- eða félagsfundi. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

4. gr. Sjórn félagsins er kosin ár hvert á aðalfundi og skal hún skipuð 5 mönnum amk, þar af einum starfsmanni leikskólans. Kjörtímabil stjórnar er 1 ár. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

5. gr . Upphæð gjalds í foreldrasjóð er ákveðið á aðalfundi og greiðst 2svar á ári. Foreldrafálgið annast innheimtu þess.

6. gr. Aðalfund skla halda á tímabilinu 15.september - 1.nóvember ár hvert. Boða skal til hans með auglýsingu með amk 10 daga fyrirvara.

7. gr. Tillögur til lagabreytinga vareða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund.